Laugardaginn 13. febrúar opið

Gott að fá sér hressingu í skíðaskálanum
Gott að fá sér hressingu í skíðaskálanum

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott Sv-gola, hiti um 2 stig en kaldara eftir því sem ofar kemur og alskýjað, færið er unnið harðfenni og rakur snjór í bland, allar lyftur keyrðar.

Það er göngubraut í Skarðsdalsbotni að vestan ca 2 km

Það er búið að gera hólabraut og stökkpalla á Búngusvæði

Ps. starfsfólk biður fólk að fara varlega á neðrisvæðunum og fylgja eftir mertum brautum.

Brekkur sem eru inn í dag eru T-brekka að hluta, Stálmasturbrekka, Þvergilið, brekka fyrir ofan Skíðaskála og það eru allar brekkur inn á Búngusvæðinu. Svæðið er búið að vera opið í 45 daga frá 5. desember.

Velkomin í fjallið starfsfólk