Laugardaginn 12. apríl opið 10-16

Skoðið nýtt myndband hér til hægri á síðunni. Aðstæður í Skarðsdalnum eru frábærar.


Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 10:00 austan 5-10m/sek, frost 2 stig og alskýjað. Það hefur lægt töluvert síðan kl 06:00 í morgun.

Færið er troðinn þur snjór. Flott færi fyrir alla.


Veðruspá dagsins: 

Strandir og Norðurland vestra Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma fram eftir morgni, en síðan norðan 8-13 og él. Hægari í kvöld, en norðan 3-8 og stöku él á morgun. Hiti kringum frostmark. Spá gerð: 12.04.2014 06:35. Gildir til: 13.04.2014 18:00.


Nú þurfa allir skíðaiðkendur í Skarðsdalnum að kaupa sér vasakort hvort sem er fyrir dagspassa eða vetrarkort. Kortið kostar 1.000 kr og er skilagjaldið 500 kr. Vasakortin eru mjög þægileg því ekki þarf að stinga þeim í lesara, aðgangsbúnaðurinn les kortið í vasa viðkomandi. Vasakortið er fjölnota og hægt að nota ár eftir ár. ATH að hægt er að fylla á vasakort úr Bláfjöllum, Hlíðarfjalli og öllum öðrum skíðasvæðum sem eru með skidatakerfi.


Velkomin í fjallið

Starfsmenn