Laugardaginn 10. desember opið frá kl 11-16

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 10:30 VSV 2-4m/sek, frost 9 stig og heiðskírt, færið er troðinn nýr snjór mjög gott færi fyrir alla.

Byrjum á að opna Neðstu-lyftu og T-lyftu, vonandi getum við opnað Búngu-lyftu upp úr hádeginu.

Minni á vetrarkortasöluna, hún er í fullum gangi, hikið ekki við að senda tölvupóst egillrogg@simnet.is og eða hringja í síma 893-5059 öll vetrarkort hækka eftir 10. desember samkvæmt verðskrá. 

Hjónakort                           kr 25.000.- þú sparar kr 5.000.- 

Einstaklingskort                  kr 13.000.- þú sparar kr 2.000.-

Barnakort 9-18 ára             kr 3.000.- þú sparar kr 4.000.-

Framhaldsskólanemar 19+ kr 7.000.- þú sparar kr 8.000.-

Háskólanemar                     kr 7.000.- þú sparar kr 8.000.-

Börn 8 ára og yngri fá fríkort

Einnig gildir þetta tilboð fyrir þá sem eiga í Fjallabyggð svokölluð frístiundahús, nú er um að gera að drífa sig í því að kaup vetrarkort, tilboð þetta gildir til 10. desember en eftir það hækka öll verð samkvæmt verðskrá.

Velkomin í fjallið starfsmenn