Hálslyfta að taka á sig mynd

Hálslyfta drifstöð og möstur komin upp.
Hálslyfta drifstöð og möstur komin upp.

Allt að koma, Hálslyftan að taka á sig mynd, búið að reisa öll möstur og drifstöð komin upp, í vikunni sem er að koma reisum við endan uppi og unnið verður við tengingar á rafmagni og fl.

Skíðasvæðið opnar laugardaginn 1. desember það hefur snjóað töluvert hjá okkur þannig að allar brekkur eru komnar inn.

Munið eftir tilboðum í vetrarkort til 15. desember.

Hjónakort kr. 30.600.- Fullorðinskort kr. 16.200.- Barnakort 6.800.- (7-18 ára) Framhald/háskólanemar kr. 6.800.- (19+) senda pantanir á egillrogg@simnet.is s. 893-5059 1 og 2 bekkur í Grunnskóla Fjallabyggðar fá fríkort.

Skíðasvæðið