Föstudagurinn langi 22. apríl opið kl 10-16

Frábært veður eins og venjulega í Skarðsdalnum
Frábært veður eins og venjulega í Skarðsdalnum

Svæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 08:00 SSA gola, hiti 7 stig og heiðskírt, færið er vorfæri í neðrihluta svæðisins en er harðar eftir því sem ofar kemur, öll svæði opin í daga og allar brekkur eru inni.

Hólabraut, Bobbbraut, Pallar í Þvergili, Leikjabraut og Leikvöllur á Neðstasvæði.

Frískíðun niður Þvergilið og fleiri stöðum. Göngubraut í Skarðsdalsbotni og gott að ganga upp á Súlur utanbrautar.

Flott að fara upp á Búngutopp og frískíða niður í Hraunadal eða Hrólfsvallardalur og enda niður á Þjóðvegi í Fljótum fyrir góða skíðara.

Við starfsfólkið hvetjum alla Vetrarkortshafa að bera kortin á sér yfir páskavikuna, það auðveldar okkur störfin og auðveldar ykkur gestir góðir allt aðgengi og allir verð glaðir.

Fróðleiksmoli dagsins: Atburður á Klettahnjúki (fransmaður úti) Klettahnjúkur er vestan og ofan við sleppingu á T-lyftu.

Hrafnaþing varð til að líkið fannst

Örlygur segir að það hafi síðan líklega verið í október um veturinn sem að bóndi nokkur að Hraunum á Fljótum veitti því athygli að hrafnar krunkuðu hátt upp í fjalli yfir Siglufjarðarfjöllum sunnanverðum. „Og sem reyndur bóndi vissi hann það náttúrulega að eitthvað táknaði þetta nú.

Hann hringdi í lögregluna á Siglufirði og sagði frá þessu, og það varð til þess að út var gerður leiðangur nokkurra manna. Gengu þeir á Selfjall og vestur fyrir það. Þar er lítill klettahnjúkur þar sem leitarhópurinn gekk fram að líki hins franska ferðalangs.

Og vakti það athygli manna að hann var nakinn.“
Örlygur segir manninn hafa legið nakinn uppi á hnjúknum í sérstakri stellingu. „Það var engu líkara en að þarna hefði farið fram einhver athöfn.
Hvort það var nú sjálfsfórn eða hvað það nú var. En menn lögðu hann til á börum og hófst mikil ganga niður með hinn látna við afar slæm skilyrði.

Veður hafði versnað mjög, enda var komið fram í október, og segir Örlygur að slagveðursrigningu hafi gert á meðan leitarhópurinn var á leið niður. Rigningin hafi breyst í hríð og voru menn í miklum erfiðleikum með að koma sér niður af fjallinu til byggða. 

Velkomin í Skarðsdalinn starfsfólk