Föstudaginn 19. apríl opið kl 14-19

Allir á skíði - Sparisjóðurinn býður í fjallið! Þann 21. apríl n.k. er íbúum Fjallabyggðar og gestum boðið á skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðinu frá kl. 14.00 til 20.00. Frítt í lyfturnar, allur skíða- og brettabúnaður lánaður gjaldfrjálst á meðan birgðir endast. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki á milli 15.00 – 17.00. Sparisjóður Siglufjarðar – 140 ára. 


KL 15:00 veðurblíða WSW gola, hiti 2 stig og léttskýjað. Flott færi og flott veður.


Í dag verður opið frá kl 14-19. Veðrið kl 09:15 WSW gola, hiti 3 stig og heiðskírt. Færið er troðinn nýr snjór og mikið af honum. Opnum 3 lyftur í dag en allar lyftur verða opnar á morgun.


Það verða uppfærðar upplýsingar um kl 14:00 í dag.


Frábært veður og frábært færi.


Velkomin í Skarðsdalinn

Starfsmenn