Föstudaginn 14. janúar opið

Skarðsdalur mynd tekin 2008
Skarðsdalur mynd tekin 2008

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, veðrið kl 14:00 austan gola, frost 2 stig og léttskýjað, færið er troðinn nýr snjór og er góður snjór í öllum brekkum enda er búið að vera vinna á svæðinu við að færa til snjó og troða þrátt fyrir vonsku veður og færið gerist ekki betra.

Til upplýsinga vegna umræðu um snjóflóðahættu þá hefur fest mjög lítinn snjó fyrir ofan skíðasvæðið og er snjór í lágmarki fyrir utan heðbundnar brekkur, það er búið að vera mjög hvasst á svæðinu í 4-5 daga.

Ps. vefmyndavél er út vegna breytinga kemur inn von bráðar.

Bent er á að nýjustu upplýsingar eru ávallt inn á mbl.is http://www.mbl.is/mm/frettir/skidasvaedi.html og textavarp.is  http://www.textavarp.is/544

Velkomin í fjallið starfsfólk