Fimmtudaginn 4.desember allt að koma

Nú snjóar töluvert hjá okkur. Og nú er bara snjókoma í öllum kortum sem eru í boði eða til 13. des.


Tilboð á vetrarkortum framlengt til 24. des


Þá er bara að koma í heimsókn í Skarðsdalinn eða senda tp á skard@simnet.is. Heitt á könnunni og jólasmákökur. Fullorðnir kr 21.000.- börn kr 8.000.- Tilboð gildir til 24. des. Einfalt að panta kort, senda á skard@simnet.is. Greiðslur posi eða 1102-26-1254 kt 640908-0680 Ath. greiða þarf fyrir 24. desember. Fylli á kortin ykkar þegar þið komið í fjallið ef ekki er verð á korti kr. 1.000.-



Á laugardag: Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en úrkomulítið á N- og A-landi. Norðlægari seint um kvöldið og fer að snjóa N-til. Hiti um og undir frostmarki. 


Á sunnudag: Norðan 5-13 m/s og él, en bjartviðri á S- og V-landi. Frost 2 til 8 stig. 


Á mánudag: Vaxandi suðaustan- og austanátt síðdegis með snjókomu S-til og síðar slyddu eða rigningu, en þurrviðri annars staðar. Frost 0 til 12 stig, mest í innsveitum fyrir norðan, en hlýnar um kvöldið..


Á þriðjudag: Breytileg átt og rigning eða slydda A-til, en él um landið V-vert.  Útlit fyrir hvassa norðanátt með snjókomu fyrir norðan um kvöldið. Vægt frost, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina. 


Á miðvikudag: Útlit fyrir norðanátt með snjókomu, en úrkomulítið syðra. Hiti um og undir frostmarki. Spá gerð: 04.12.2014 08:58. Gildir til: 11.12.2014 12:00.