Fimmtudaginn 30. desember opið

Velkomnir á skíði drengir.
Velkomnir á skíði drengir.

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 13-18, veðrið kl 10:00 SV 4-10m/sek, hiti um 4 stig og alskýjað, færið er troðinn blautur snjór, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu.  Skíðamaður góður ég myndi drífa mig á skíði sem fyrst það á að hvessa þegar líður á daginn.

Farið varlega það er ekki mikill snjór fyrir utan heðbundnar brekkur og geta verið stöku grjót í brekkum en við reynum að merkja þau.

Vetrarkortasala er í fullum gangi, hægt að kaupa þau í skíðaskálanum og einnig er hægt að hringja í síma 893-5059 eða senda tölvupóst á egillrogg@simnet.is og panta og leggja inn á reikning 1102-26-1254 Kt. 640908-0680 Valló sjá hátíðaropnun hér

Starfsfólk.