Fimmtudaginn 29. desember opið kl 14-20

Skíðasvæðið verður opið í dag frá l 14-20, veðrið er kl 16:00 vestan gola, frost 3 stig og smá éljagangur en það er mjög góð birta til að skíða í ljósunum, færið er mjög gott, harðpakkaður nýr snjór í öllum brekkum.

Staðan á svæðunum:  Allar lyftur keyrðar við bestu aðstæður, Neðstasvæðið meðfram lyftu er mjög gott snjódýpt er um 50-100 cm, T-lyftusvæði eru um 10 troðarabreiddir snjódýpt er um 60-100 cm og Búngusvæðið er búngubakki með um 12 troðara breiddir og snjódýpt er um 2-3 metrar í öllum bakkanum og innrileið er mjög góð, sjáumst hress í fjallinu starfsmenn.

Skíðasvæðið verður opið næstu daga

Fimmtudaginn 29/12 kl 14-20

Föstudaginn 30/12 kl 14-20

Gamlársdagur kl 11-14

Nýársdagur lokað

Veðurspá dagsins:

Suðaustan 8-13 m/s og snjókoma, vestlægari og él í dag. Vægt frost.
Spá gerð: 29.12.2011 06:27. Gildir til: 30.12.2011 18:00.

Velkomin í fjallið starfsmenn