Fimmtudaginn 21. apríl skírdagur opið kl 10-16

Góður dagur framundan
Góður dagur framundan

Opið í dag frá kl 10-16, veðrið k 08:00 vestan 2-10m/sek, frost 1 stig og heiðskírt, færið er troðinn nýr snjór í bland við harðfenni frábært færi í öllum brekkum.

Hólabraut, Bobbbraut, Pallar í Þvergili, Leikjabraut á Neðstasvæði og Leikvöllur.

Göngubraut í Skarðsdalsbotni og hægt er að ganga upp á Súlur.

Við starfsfólkið hvetjum alla Vetrarkortshafa að bera kortin á sér yfir páskavikuna, það auðveldar okkur störfin og auðveldar ykkur gestir góðir allt aðgengi og allir verð glaðir.

Fróðleiksmoli dagsins:

Siglufjarðarskarð, Afglapaskarð sunnan við Siglufjarðarskarð
Tímasetningar   1724-1748
Efnisorð   Galdramenn, prestar, andatrú
Efni  

Þorleifur Skaftason var prestur að Múla. Hann var mikill vexti, raddmaður mikill og andheitur. Hann var kjörinn af Steini biskupi til að vígja Siglufjarðarskarð. Yfir þessu skarði hafði legið illur andi allt síðan úr heiðni sem birtist í stokkmynduðum skýstólpa sem kom niður úr loftinu og ofan á hvað sem fyrir var og lá það dautt á eftir. Þorleifur hlóð altari úr grjóti og hélt þar messu og stefndi þaðan vondum öndum í skarð er heitir Afglapaskarð. Hafa menn gengið þar í villu og beðið bana. Þorleifur mælti fyrir að hver sem yfir skarðið færi skyldi gera bæn við altarið

Velkomin í Skarðsdalinn starfsfólk