Allt að koma í Skarðsdalnum.

Mynd frá páskum 2013 í rjómablíðu
Mynd frá páskum 2013 í rjómablíðu
Staðan í Skarðsdalnum er að verða betri og betri. Snjóalög eru á góðri leið.


Neðstasvæðið það er kominn ca 10-50 cm snjór og væri gott að fá ca 50 cm í viðbót.

T-lyftusvæði er kominn um 1-1,5 meter í efrihlutanum en vantar í neðrihlutan og töluvert í Þvergilið.

Hálsyftusvæði er kominn töluverður snjór og lítur vel út.

Búnulyftusvæðið er komið ca 2 metrar+ þannig að það lítur mjög vel út.


Opnum eftir 22 daga.


Byrjað verður að selja Vetrarkortin 14. nóvember og verður tilboð á þeim til 18. desember. Fullorðinskort 18 ára og eldri kr 23.000.- tilboð 21.000.- Barna (9-17 ára)/framhalds/háskólakort  kr 10.000.- tilboð 8.000.


Búð að breyta Léni inn á heimasíðu skíðasvæðisins það er skardsdalur.is og eru nokkrar breytingar í farvatninu á næstu dögum.


Umsjónarmaður skíðasvæðis.