Allt að gerast

Troðarar komnir út og tilbúnir í átökin
Troðarar komnir út og tilbúnir í átökin

Allt að gerast, troðarar komnir út úr húsi og verða keyrðir upp í Skarðsdal á mánudaginn, enda er veðurspá okkur mjög hliðholl næstu daga. Nú er komið hvítt yfir ca 10-15 sm, og er von á hvíta gullinu næstu daga. Nú er um að gera að tryggja sér vetrarkort á frábæru verði. Til sölu í Aðalbakaríinu og einnig  að leggja inn á 348-26-1254 kt 640908-0680 og senda kvittun á skard@simnet.is. Þeir sem vilja greiða með korti á sunnudaginn 8. desember geta greitt á mánudaginn 9. desember í Aðalbakaríinu og verður posa þar til staðar í vetur. Nýtt í vetur gönguskíða-vetrarkort verður til sölu í vetur kr 10.000.- og stakur dagur kr 1.000.- en þeir sem kaupa vetrarkort í fjallið, það gildir einnig á göngusvæðið og verður það til sölu eins og vetrarkortin í fjallið.