Aðfangadagur jóla 24. des er lokað.

Leikskólabörn skíðamenn framtíðarinnar.
Leikskólabörn skíðamenn framtíðarinnar.

Skíðasvæðið verður lokað í dag, veðrið NA 8-12m/sek og töluverður skafrenningur, frost 3 stig, okkur vantar smá snjó í viðbót sem er að gerast núna og næstu daga, skíðasvæðið verður opnað 26. des annan í jólum kl 12-16. Nánari upplýsingar kl 10, 26. des.

Það er góður kostur að fjárfesta í árskortum fyrir áramót, það er tilboð í gangi.

Hægt er að kaupa þau í fjallinu og eða panta í síma/tölvupóst 893-5059/467-1806/egillrogg@simnet.is, greiða verður fyrir kortin fyrir 1. janúar 2010, verð á barnakorti er kr. 5.000.- , fullorðinskort kr. 11.000.-  , hjónakort kr 21.000.- , ath öll kort hækka 1. janúar um 2.000.- per stk. Hægt er að greiða í gegnum heimabanka, reikningurinn er 1102-26-1254 kt. 640908-0680 Valló ehf.

Bendi á að árskort 2009 gilda til áramóta, framhaldsskólanemar og æfingakrakkar skíðafélaga fá árskortið 2010 á sama verði og börn og unglingar kr. 5.000.- til áramóta

Starfsmenn skíðasvæðisins óska skíðaunendum nær og fjær gleðilegra jóla.