Laugardaginn 28. mars opið kl 10-16

Ein sú bezta Kári Hreins tók þessa mynd.
Ein sú bezta Kári Hreins tók þessa mynd.

13:20 - Allar lyftur komnar í gang. Veðrið kl 13:30 SSW 2-10m/sek og 2 stiga frost.


12:00 - T-lyftan komin i gang.


Kl 11:40 erum að keyra eingöngu neðstu-lyftu vegna SW vinds, en vonandi getum við sett fleiri lyftur í gang á eftir.


Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 10:00 SW 2-17m/sek, frost 2 stig ogléttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Það verða hægir vindar í dag og mun verða éljagangur af og til í dag.

Ath. Öll vasakort er hægt að fylla á hér t d kort sem þið notið í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli


Velkomin í Skarðsdalinn