Fréttir

Fimmtudaginn 20. mars lokað vegna veðurs

Lokað í dag vegna veðurs. Veðrið kl 10:30 NA 20-30m/sek. Mesta hviða þennan sólahringinn var kl 04:21 í nótt 49.2m/sek. En það á að draga smá saman úr þessari veðurhæð og lítur helgin ágætlega út. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 Starfsmenn

Miðvikudaginn 19. mars opið kl 14-19

Kl 17:45 höfum við lokað T-lyftu vegna hvassviðris veðrið er NA 8-15m/sek og meira í hviðum. Ja nú lítur það vel út gott veður og mikið púður. Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl 15:00 austan 2-10m/sek, frost 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr snjór en það er töluvert mjúkt. Það hefur snjóað ca 1 meter og er mikið púður um allt fjall. Göngubraut á Hólssvæði ca 2,5 km hringur. Velkomin á skíði í dag. Starfsmenn

Þriðjudaginn 18. mars lokað

Það verður lokað í dag. Stefnum á að opna á morgun. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 Starfsmenn

Mánudaginn 17. mars lokað

Það verður lokað í dag vegna mikillar snjókomu og skafrennings þannig að skyggni er ekkert. Veðrið kl 12:20 NA 4-13m/sek og 9 stiga frost. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 Starfsmenn

Sunnudaginn 16. mars lokað vegna hvassviðris

Kl 10:30 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris veðrið er SW 8-25m/sek og mikill skafrenningur. Erum með opnun í skoðun kl 11:00. Veðrið kl 08:40 WSW 2-18m/sek og töluverður skafrenningur. Nýjar upplýsingar kl 10:30 Starfsmenn

Laugardaginn 15. mars opið kl 10-16

Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 13:00 austan gola, frost 3 stig og talsverð snjókoma. Færið er troðinn þurr snjór og mikið af honum. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Laugardaginn 15. mars opið kl 10-16

Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 08:30 ASA gola, frost 5 stig, éljagangur og þannig að skyggnið er erfitt. Gott að vera með góð gleraugu. Færið er troðinn nýr snjór og mikið af honum. Takið daginn snemma. Velkomin í fjallið Starsfmenn

Föstudaginn 14. mars opið kl 14-19

Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl 16:30 austan 3-6m/sek, frost 5 stig og smá éljagangur þannig að það er nýr snjór í öllum brekkum. Færið er troðinn þurr snjór, mjög gott færi fyrir alla. Opnum 2 lyftur í dag en stefnum á að opna 3 lyftur á morgun. Hálslyfta er biluð og verður það næstu 5 daga ca. Velkomin í fjallið. Starfsmenn Minni á aðgangskortin, nú þurfa allir að hafa kort til að fá aðgang í lyftur.

Fimmtudaginn 13. mars lokað vegna hvassviðris

Það verður lokað í dag vegna hvassviðris. Veðrið kl 13:00 SW 2-10m/sek og 15-30m/sek í hviðum. Það lítur mun betur út með veður næstu daga miðað við veðurspá. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 Umsjónarmaður

Miðvikudaginn 12. mars opið kl 15-19

Kl 15:00 Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 16:00 NNA gola, hiti 1 stig og lítilsháttar úrkoma. Kl 14:00 Opnun í skoðun nú er komin rigning og WSW 5-14m/sek. Nýjar upplýsingar kl 15:00. Umsjónarmaður. Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 12:00 SW 4-10m/sek, 5 stiga hiti og alskýjað. Færið er troðinn rakur snjór en er þurrari á T-lyftusvæði. Endilega að taka daginn snemma ef hægt er. Hálslyftan er biluð og verður það næstu 5-8 daga. Velkomin í fjallið Starfsmenn